Ert þú garðyrkjubóndi á Íslandi?
Taktu þátt í rannsókninni Landfræði íslenskrar garðyrkju
Verkefnið Landfræði íslenskrar garðyrkju er vísindarannsókn á vegum Kaliforníuháskóla, Davis og Háskóla Íslands. Verkefnið er einnig styrkt af Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og alþjóðlegum styrktarsjóðum. Með verkefninu er stefnt á yfirgripsmestu landfræðirannsókn sem gerð hefur verið um íslenska garðyrkju. Sjónarhorn verkefnisins er landfræðileg greining á matvælakerfi (e. Food system geographic analysis).
Markmið rannsóknarinnar er að greina þá samverkandi líffræðilegu, félagslegu, efnahagslegu og pólitísku þætti sem móta íslenska garðyrkjuframleiðslu. Við viljum kanna hvernig garðyrkjubændur taka ákvarðanir um framleiðslu og sölu grænmetis og ávaxta með tilliti til þessara þátta. Væntingar standa til að rannsóknarniðurstöður nýtist í umræðu og stefnumótun um vöxt og framtíðarmöguleika atvinnugreinarinnar, sérstaklega hvað varðar sjálfbærni hennar í efnhagslegu og umhverfislegu tilliti.
Rannsóknin mun leitast við að greina hvernig íslenskir grænmetisbændur geti farsællega mætt aukinni eftirspurn eftir íslensku grænmeti og um leið uppfyllt skilyrði um umhverfislega sjálfbærni. Við vonum að niðurstöður okkar nýtist á þann hátt bændum sem eru að stíga sín fyrstu skref í ræktun.
Rannsóknin byggir á upplýsingum sem safnað er frá garðyrkjubændum á Íslandi. Við söfnum gögnum frá garðyrkjubændum í hvers kyns framleiðslu; bæði frá þeim sem stunda inniræktun og þeim sem stunda útiræktun, frá bændum sem rækta í jarðvegi og bændum sem stunda vatnsræktun.